Ótrúlegt mál hefur verið í gangi í Írlandi en fyrir helgi var greint frá því að Nuno La Fuente Saiz væri látinn.
Nuno er frá Spáni en hann hafði verið að leika sér í utandeildinni í Írlandi með liði sem heiti Ballybrack FC og er í Írlandi.
Nuno hefur hins vegar ekki spilað með Ballybrack FC í nokkra mánuði eftir að hann flutti frá Dublin.
Það kom Nuno í opna skjöldu þegar fjölmiðlar fóru að hafa samband, hann átti jú að hafa látið lífið á fimmtudag, í umferðarslysi.
Ástæðan fyrir því að Ballybrack FC gerði þetta, var til að sleppa við leik sem félagið átti um helgina. Hringt var í þá sem sjá um deildina, sendar voru út tilkynningar um dauða Nuno og mínútu þögn var fyrir alla leikina í deildinni.
,,Ég verð að heyra í konunni minni á Spáni, áður en hún heyrir fréttirnar,“ sagði Nuno við Daily Mail.
,,Ég er að heyra þessi tíðindi í gegnum fréttir, ég er að reyna að finna út úr þessu.“
Ballybrack FC hefur sent frá sér yfirlýsingu og beðist afsökunar, sagt er að búið sé að reka þá starfsmenn sem tóku þessa ákvörðun.