fbpx
Laugardagur 21.september 2024

Lilju var sagt að hún þyrfti að hreyfa sig meira og borða minna þegar hún var krakki: „Ertu ekki búin að borða nóg núna?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Lalíla Ingudóttir var sett á hormónalyf þegar hún var um tólf ára gömul til þess að reyna að stjórna blæðingum hennar. Lyfin höfðu þær aukaverkanir á Lilju að hún fitnaði óstjórnlega mikið og við fermingu leið henni virkilega illa.

„Ég hef barist við líkama minn frá því að ég var krakki. Það var alltaf verið að setja við mig að ég þyrfti bara að hreyfa mig meira og fólk í kringum mig fór að kommenta „ertu ekki búin að borða nóg núna?“ eða „Ætlar þú að fá þér annan skammt, nei ég myndi ekki gera það.“ Þá hætti ég að borða fyrir framan annað fólk,“ segir Lilja í færslu á Facebook hópnum Jákvæð líkamsímynd. Lilja gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að fjalla um reynslu sína.

„Það vissu fáir að ég var á þessum lyfjum, ég skammaðist mín. En það blæddi alltaf svo svakalega hjá mér að ég var alltaf máttlaus og þreytt. Stundum fékk ég 2-3 daga í „frí“ en annars var ég stanslaust á blæðingum. Ég gat stundum ekki farið í skólann því ég sá svart ef ég stóð upp of hratt eða hreyfði mig of hratt.“

Lilju leið virkilega illa með sjálfa sig en löngu síðar kom í ljós að hún þjáist af fjölblöðrueggjastokka heilkenni (PCOS).

„Ég rokka mikið í þyngd og ég er fljót að þyngjast ef ég held ekki rútínu. Ef af því að ég er líka með kvíða og þunglyndi og hef verið að takast á við áfallastreituröskun frá unglingsaldri þá fór ég að hugsa út frá andlegri líðan. Ég hreyfi mig því mér líður svo vel andlega eftir á. Það er svo mikið basl að vera stanslaust með kílóin á heilanum, rífa sig niður af því að maður er ekki svona og hinsegin.“

Í mörg ár barðist Lilja við slæma sjálfsmynd en í dag segist hún loksins vera búin að uppgötva sannleikann.

„Ég er loksins búin að læra að ég er bara fokkans ágæt eins og ég er,“ segir Lilja sem í samtali við blaðakonu segist endilega vilja deila boðskapnum í þeirri von um að hjálpa öðrum konum sem gætu verið að takast á við slæma líkamsímynd. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt ferðalag en ég er svo miklu sterkari og auðmjúkari fyrir vikið.“ Segir hún um ferðalag sitt til sjálfsástar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enrique virðist skjóta á Mbappe – ,,Erum með stjörnu sem skín bjartar en allt annað“

Enrique virðist skjóta á Mbappe – ,,Erum með stjörnu sem skín bjartar en allt annað“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lenti í afar vandræðalegu atviki í beinni útsendingu: Áttaði sig strax á mistökunum – Samstarfsmaður fór hjá sér

Lenti í afar vandræðalegu atviki í beinni útsendingu: Áttaði sig strax á mistökunum – Samstarfsmaður fór hjá sér
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Börn eiga ekki að vera á biðlistum – vantar verkstjórn hjá ríkisstjórninni

Þorgerður Katrín: Börn eiga ekki að vera á biðlistum – vantar verkstjórn hjá ríkisstjórninni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Glæsikvendi handtekið um borð í skemmtiferðaskipi og jólin eyðilögð – Þremur dögum síðar komu mistökin í ljós

Glæsikvendi handtekið um borð í skemmtiferðaskipi og jólin eyðilögð – Þremur dögum síðar komu mistökin í ljós
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ráða virt fyrirtæki til starfa sem á að hanna nýjan Old Trafford

Ráða virt fyrirtæki til starfa sem á að hanna nýjan Old Trafford
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óreiðuástand þegar kona á Hólmavík vann í lottóinu um helgina

Óreiðuástand þegar kona á Hólmavík vann í lottóinu um helgina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.