fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Af hverju er þetta ekki í sjónvarpi á Íslandi? – ,,Líkast til í eina skiptið sem Guðjón hefur verið spurður að því opinberlega“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar skemmtilegan bakvörð í blað dagsins. Þar veltir hann því fyrir sér af hverju færeyski fótboltinn verði ekki í sjónvarpi, hér á landi á næstu leiktíð.

Þar verða tveir merkilegustu þjáfarar í sögu Íslands, Guðjón Þórðarson og Heimir Guðjónsson.

Heimir varð meistari með HB á síðustu leiktíð en Guðjón sem hefur verið í fríi frá fótbolta í nokkur ár tók við NSI Runavík á dögunum.

,,Vinnufélagi minn, sem við skulum bara kalla Björn, fór að velta því fyrir sér í gær hvort íslensku sjónvarpsstöðvarnar væru ekki farnar að velta fyrir sér að festa kaup á sýningarréttinum frá færeysku knattspyrnunni,“ skrifar Kristján í Morgunblaðið.

„Ég myndi alla vega sitja límdur við skjáinn þegar Heimir og Guðjón mætast,“ sagði Björn og átti þar að sjálfsögðu við þá Heimi Guðjónsson og Guðjón Þórðarson sem báðir þjálfa í Færeyjum. Eru þetta ekki svo galnar vangaveltur hjá Birni. Fjöldi manns hérlendis virðist liggja yfir leikjum með enskum liðum þar sem engar íslenskar tengingar er að finna. Þeir Heimir og Guðjón eru á hinn bóginn með þekktustu mönnum í knattspyrnuhreyfingunni hérlendis og með snertifleti við stuðningsmenn margra liða.“

,,Björn vinnufélagi minn er áhugasamur um Guðjón Þórðarson. Gerði sér ferð til að hlýða á framsögu
hans í hinu umtalaða „Lambalæri“ Þróttara um árið. Þegar færi gafst til að spyrja spurninga gat Björn ekki á sér setið enda áhugasamur um mannskepnuna. Er það líkast til í eina skiptið sem Guðjón hefur verið spurður að því opinberlega hvernig honum leið eftir að Ingólfur Hannesson smellti á hann kossi í beinni útsendingu.“

Kossinn fræga má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR