fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Guðni óttast að tónlistarmenn forðist Ísland: ,,Svo kemur einhver stormur og menn koma ekki aftur í tíu ár“

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Guðni Bergsson formaður KSÍ sem mun í febrúar reyna að endurnýja umboð sitt í starfi.

Guðni ræðir á meðal annars tónleikahöld og nýjan völl en það hefur lengi verið kallað eftir því að nýr völlur verði byggður á höfuðborgarsvæðinu.

Laugardalsvöllur er notaður fyrir tónleikahöld sem og knattspyrnuleiki en veðrið getur oft gert mönnum lífið leitt.

Guðni viðurkennir það að færanlegt þak myndi gera mikið fyrir svona völl og hlakkar til að sjá Ed Sheeran næsta sumar.

,,Það myndi auka möguleikana stórlega. Við hræðumst það að hér séu tónleikar og svo kemur einhver stormur og það fréttist og menn koma ekki aftur í tíu ár,“ sagði Guðni.

,,Við höfum sýnt fram á það að þetta er mögulegt. Þetta er mikil upplifun, ekki bara fyrir fótboltaáhugamenn heldur allra Íslendinga.“

,,Að bjóða upp á þetta í samfélagi að geta tekið þessa stærstu tónleika hér til lands er frábær viðbót.“

,,Það er einmitt það sem við erum að presentera gagnvart Laugardalsvellinum. Þannig tónleikastaður þarf að geta tekið við 25 þúsund manns og Laugardalsvöllur er sá eini sem getur það.“

,,Að geta bætt þessu við að vera með tónleika, viðburði og alls konar sýningar á velli með færanlegu þaki sem ég held að sé mikilvægt því það býður upp á mikið fyrir landsliðin og félagsliðin.“

,,Mér þótti mikilvægt að sýna fram á þetta og þrýsti á að halda tónleika því það er tekjulind, upplifun og það er jákvætt að öllu leiti að nota þetta mannvirki. Ég held að þetta verði enn flottara næsta sumar með Ed Sheeran.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnús ósáttur og skorar á dómara

Magnús ósáttur og skorar á dómara
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez
433Sport
Í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Í gær

Opna samtalið um Grealish

Opna samtalið um Grealish
433Sport
Í gær

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Í gær

Útskýrir fjarveru Van Dijk

Útskýrir fjarveru Van Dijk