fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Guðni horfði á leiki með forseta FIFA: ,,Hann er aðdáandi liðsins og þess sem við stöndum fyrir“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 11:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Guðni Bergsson formaður KSÍ sem mun í febrúar reyna að endurnýja umboð sitt í starfi.

Það munu fáir Íslendingar gleyma árinu 2018 er strákarnir okkar spiluðu í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu.

Guðni segir að það hafi verið sérstök upplifun í Rússlandi en hann var sjálfur fyrirliði landsliðsins á sínum tíma.

,,Það var allt stærra. Að vera þarna í Rússlandi í Moskvu og á þessum stóru leikvöngum og í raun stærsta sviði fótboltanns var sérstök upplifun fyrir mig sem fyrrum landsliðsfyrirliða og nú sem formann,“ sagði Guðni.

,,Að upplifa það að við værum með svona sterkt og samkeppnishæft lið á svona stóru móti. Það var gaman, ég sat í tvígang með Gianni Infantino, forseta FIFA, sem er aðdáandi liðsins og þess sem við stöndum fyrir.“

,,Það voru endalaus viðtöl við fjölmiðla út um allan heim, ekki bara á þessu móti heldur fyrir mótið. Það var alltaf verið að spyrja af hverju við værum svona góð. Maður reynir að vera auðmjúkur og útskýra uppbygginguna hér heima.“

,,Þetta er bara árangur okkar allra í fótboltanum, hvort sem þú sért að þjálfa ÍR, Stjörnuna, Val, KR eða FH og svo framvegis og Breiðablik! Svo ég gleymi þeim ekki!“

,,Ég held að við höfum gert gott mót og vakið athygli fyrir það hvernig við fórum fram og í þessum sterka riðli mátti engu muna að við kæmumst í 16-liða úrslit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mættur aftur í enska boltann eftir tíu ára fjarveru

Mættur aftur í enska boltann eftir tíu ára fjarveru
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United hafnaði skiptidíl við Brighton – Hafa mikla trú á ungum miðjumanni

United hafnaði skiptidíl við Brighton – Hafa mikla trú á ungum miðjumanni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“
433Sport
Í gær

Sesko staðfestur hjá Manchester United

Sesko staðfestur hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Carragher vonar að Isak mæti ekki í sumar

Carragher vonar að Isak mæti ekki í sumar
433Sport
Í gær

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum