Gylfi Þór Sigurðsson fær fína einkunn fyrir sína frammistöðu í dag er Everton mætti Cardiff City.
Gylfi er búinn að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut í síðustu umferð gegn Chelsea á Stamford Bridge.
Miðjumaðurinn reyndist hetja Everton í 1-0 sigri í dag og gerði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Gylfi fær 7 af 10 í einkunn fyrir sína frammistöðu hjá the Liverpool Echo en Andre Gomes var valinn maður leiksins.
Aron Einar Gunnarsson lék með Cardiff í tapinu og fær hann sex í einkunn frá the Wales Online.
Talað er um að Aron hafi þó átt erfiðan dag en stóð fyrir sínu þegar kom að því að vinna boltann til baka.