Það hefur gengið illa hjá varnarmanninum Orra Sigurði Ómarssyni að festa sig í sessi í Noregi.
Orri samdi við lið Sarpsborg fyrr á þessu ári en hann hafði fyrir það leikið við góðan orðstír með Val hér heima.
Orri náði hins vegar ekki að heilla þjálfara Sarpsborg og var lánaður til HamKam þar sem hann spilaði 13 leiki.
Orri náði þó að spila einn leik fyrir Sarpsborg áður en hann hélt til Hamkam, eitthvað sem félagið man þó ekki eftir.
Íslendingurinn kom við sögu í 2-0 sigri á Tromso í dag en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleik.
Sarpsborg talaði um það sem fyrsta leik Orra fyrir félagið en hann svaraði þeirri færslu þó á Twitter.
,,Þegar þú spilar það lítið að félagið sjálft man ekki eftir því að þú komst inná fyrr á tímabilinu,“ skrifaði Orri á Twitter.
Þegar þu spilar það litið að félagið sjalft man ekki eftir þvi að þu komst inná fyrr a timabilinu???♂️ https://t.co/csistotg7D
— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) 24 November 2018