fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Elvar og Tómas vilja að þessir þrír landsliðsmenn rífi sig í gang: ,,Flottur á Instagram en má vera betri á vellinum“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 24. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta þurfa að bæta leik sinn og gera meira, fyrir íslenska landsliðið. Ef mark má taka á umræðu sem var í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

Þátturinn var að klárast á á X977  en þar var verið að fara yfir erfitt ár landsliðsins.

Landsliðið vann ekki leik á árinu en fór á HM sem var stærsta svið sem íslenskt íþróttalið hefur komist á.

,,Þeir sem þurfa að girða sig í brók, Arnór Ingvi Traustason, dagar hans sem kantmann eru taldir en gæti nýst í 3-5-2. Hann fann sig vel gegn Belgíu, besta sem ég hef séð til Arnórs í langan tíma,“ sagði Tómas Þór.

Með Tómasi var Elvar Geir Magnússon og hann nefndi Rúrik Gíslason.

,,Við erum búnir að tala um Rúrik Gíslason, þarf að gera miklu meira. Flottur á Instagram en má vera betri á vellinum.“

Tómas bætti við í umræðunni um Rúrik Gíslason.

,,Innkomur hans hafa ekki verið neitt frábærar, virkilega slakur gegn Nígeríu. Vaknaði á 78 mínútu, mér finnst hann langbestur að koma inn, hann er ekki byrjunarliðsmaður. Innkomur hans hafa mátlausari og mátlausari, hann er í miklum metum hjá þjálfurum og leikmönnum.“

Hörður Björgvin Magnússon hefur fengið mesta gagnrýni en hann segist ekki hlusta á hana.

,,Hörður Björgvin hefur fengið mesta gagnrýni upp á síðkastið, talað um týnda hausið. Hann hefur verið týndur i týnda haustinu“ sagði Elvar Geir og Tómas bætti við.

,,Mörkin á móti Sviss heima, við höfum verið að sjá þetta í Meistaradeildinni með CSKA. Hörður Björgvin er einn af þeim góðu, góður strákur, hjartahlýr. Hreinn og beinn, hann ýtti út Ara Frey, hann hafði ekki gert neitt mikið til að missa stöðuna. Hann var búinn að standa sig vel, en þú verður og allir sem eru í kringum hann, aðalega hann, þú verður að geta tekið því slæma eins og því góða. Þú þarft að vera meðvitaður þegar þú ert að spila illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

,,Stuðningsmenn geta slakað á, ég verð hér áfram“

,,Stuðningsmenn geta slakað á, ég verð hér áfram“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bale staðfestir að hann vilji kaupa félag í enskri deild

Bale staðfestir að hann vilji kaupa félag í enskri deild
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
433Sport
Í gær

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki
433Sport
Í gær

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“