Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Vendsyssel FF í Danmörku ákvað að hrekkja liðsfélaga sinn í dag.
Jón Dagur ákvað að setja íslenskan harðfisk í bílinn hans.
,,Þegar þú setur harðfisk í bílinn hjá elsta gæjanum í liðinu,“ sagði Jón Dagur á Twitter og birtir mynd.
Þar sést þegar liðsfélagar Jóns taka í hann en Jón Dagur hefur verið að koma inn í íslenska landsliðið.
Jón Dagur er í eigu Fulham en er í láni í Danmörku þar sem hann hefur spilað afar vel.
Þegar þú setur harðfisk í bílinn hjá elsta gæjanum í liðinu??? pic.twitter.com/ybezEt7YoT
— Jón Dagur Þ. (@jondagur) November 24, 2018