Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, er ásakaður um að hafa fallið á lyfjaprófi eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2017.
Football Leaks er aðilinn á bakvið þessar ásakanir en þar starfa rannsóknarblaðamenn sem hafa grafað djúpt í hin ýmis mál undanfarna mánuði.
Greint er frá því að Ramos hafi fallið á lyfjaprófi eftir að hafa tekið inn lyf sem kallast desametasome.
Þýska blaðið Der Speigel segir að UEFA hafi ekki refsað Ramos og eru sönnunargögnin falin í höfuðstöðvum sambandsins.
Ramos var fyrirliði Real í úrslitaleiknum fyrir ári síðan en liðið mætti þá Juventus og hafði betur 4-1.
UEFA á að hafa samþykkt afsökunarbeiðni frá Ramos og var ekki farið lengra með málið.
Lyfið er aðeins ólöglegt ef UEFA er ekki látið vita af notkun þess fyrirfram. Eitthvað sem Ramos gerði ekki.