Jose Mourinho, stjóri Manchester United, grét árið 2013 eftir ákvörðun Sir Alex Ferguson sem hætti sem stjóri United það ár.
Þetta skrifar virti blaðamaðurinn Diego Torres í nýrri bók þar sem hann fjallar um feril Portúgalans.
Mourinho var stjóri Real Madrid árið 2013 er Ferguson steig til hliðar og ákvað að mæla með David Moyes sem arftaka hans á Old Trafford.
Samkvæmt Torres vildi Mourinho mikið fá starfið á sínum tíma og grét eftir að hafa komist að því að Moyes hafi orðið fyrir valinu.
,,Þegar hann komst að því að Ferguson hafði valið Moyes framyfir hann þá gat hann ekki trúað því,“ skrifaði
,,Þetta voru óþægilegustu klukkutímar Jose Mourinho sem þjálfari Real Madrid.“
,,Hann var fastur í símanum og leitaði svara á milli 7. og 8. maí á Sheraton Mirasierra hótelinu.“
Mourinho fékk svo starfið nokkrum árum síðar en Moyes entist ekki í eitt tímabil í Manchester og var strax látinn fara.
Ferguson var magnaður þjálfari á sínum tíma en það er óhætt að segja að hann hafi gert mistök með því að mæla með landa sínum.