fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Gagnrýnir kostnað við einkabílstjóra borgarstjóra: Segir athæfið „hégómlegt“ og Dagur geti vel tekið strætó

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 16:11

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, fulltrúa Flokks fólksins, um kostnað við bílstjóra borgarstjóra, kemur fram að heildarkostnaður Reykjavíkurborgar við að reka bíl og greiða laun bílstjóra borgarstjóra, sé 13 milljónir á ári.

Bílstjóri borgarstjóra sinnir þó einnig öðrum skyldum. Samkvæmt sundurliðun á vinnuframlagi bílstjórans fara 36 prósent tímans í akstur með borgarstjóra, daglegar póstsendingar eru 22 prósent af vinnuframlagi og 12 prósent vinnutímans fer í innkaup, sendiferðir og tilfallandi boðsendingar. Alls 30 prósent vinnutímans fer í önnur óskilgreind verkefni, er tengjast vinnu við fundi borgarstjórnar.

Í svarinu segir einnig að mikið hafi verið hagrætt í akstri og bifreiðarkostnaði á undanförnum árum:

„Áður voru þrjár bifreiðar í rekstri og tveir bílstjórar, annars vegar fyrir borgarstjóra og hins vegar fyrir forseta borgarstjórnar. Síðustu ár hefur hins vegar aðeins verið ein bifreið og einn bilstjóri við störf í ráðhúsinu og hefur hann sinnt daglegum póstsendingum, innkaupum, sendiferðum og tilfallandi boðssendingum fyrir Barnavernd, þjónustumiðstöðvar og þjónustuver í Höfðatorgi, auk aksturs fyrir borgarstjóra. Heildarkostnaður vegna reksturs bíls og vegna launa bílstjóra borgarstjóra er 13 milljónir kr.“

Ætti að sýna gott fordæmi

Kolbrún Baldursdóttir lét bóka að milljónirnar mætti heldur nota í „annað skynsamlegra“ og að borgarstjóri hætti með öllu að aka um með einkabílstjóra.

„Hann, eins og aðrir borgarbúar, getur farið sinna leiðar með öðrum leiðum, með því að ganga, hjóla, aka um á sínum einkabíl eða taka strætó.“

Þá segir Kolbrún að einhverjum gæti þótt það hégómlegt að vera með einkabílstjóra, sem gæti farið fyrir brjóstið á mörgum:

„Lagt er til að borgarstjóri sýni gott fordæmi og hætti með öllu að ferðast um með einkabílstjóra. Hér er ef til vil ekki um að ræða háa upphæð heldur mikið frekar hvaða ímynd borgarstjóri vill gefa af sér. Það að borgarstjóri hafi einkabílstjóra fer einfaldlega fyrir brjóstið á mörgum og einhverjum þykir þetta án efa hégómlegt. Þess vegna er lagt til að borgarstjóri, eins og aðrir borgarbúar, noti aðrar leiðir. Hér skapast jafnframt tækifæri til að nota þessar milljónir sem um ræðir í aðra hluti t.d. í þágu þeirra sem berjast í bökkum eða til að lækka ýmis gjöld sem fjölskyldur sem búa undir fátækramörkum þurfa að greiða fyrir börn sín hvort heldur það eru skólamáltíðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir