fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Atli Eðvaldsson hélt að Haraldur væri með hræðilega sjón – ,,Ég var sendur í Blindrafélagið í skoðun“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar segir frá skemmtilegri sögu í hlaðvarpsþætti félagsins, Inn með boltann.

Eiður Benedikt Eiríksson stýrir þættinum en Haraldur rifjar upp atvik frá árinu 2009 þegar hann var í marki Vals.

Atli Eðvaldsson var þjálfari liðsins og hann taldi að eitthvað amaði að sjón Haralds eftir mistök hans.

Haraldur hefur síðan þá farið í atvinnumennsku og komið heim, enginn hefur efast um sjón hans aftur.

„Við vorum að spila gegn KA í bikarnum, ég hafði tekið svona tuttugu fyrirgjafir í leiknum, svo kemur ein í seinni hálfleik sem ég missi. Þá er einhver á fjærstönginni sem skorar,“ sagði Haraldur við hlaðvarpsþátt Stjörnunnar.

„Við vinnum leikinn en Atli tekur mig út úr liðinu og sendir mig til augnlæknis. Ég var tvítugur og Atli hélt að það væri eitthvað að sjóninni minni, fyrst ég missti af einni fyrirgjöf.“

„Ég var sendur í Blindrafélagið í skoðun, það var mjög vandræðalegt. Þarna var kona að skoða mig og ég sá alla stafina, ég er með mjög góða sjón. Ég var samt bara á bekknum út tímabilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu
433Sport
Í gær

Ekkert til í fréttum um leikmann United

Ekkert til í fréttum um leikmann United
433Sport
Í gær

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti