fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Gísli Marteinn miður sín en þakklátur – ,,Þau hafa gert þetta frábærlega“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síminn getur staðfest orðróm síðustu daga um að Síminn og Enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil.“

Svona hófst tilkynning frá Símanum í gær þess efnis að fyrirtækið hafi tryggt sér sýningarréttinn á ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili.

Þannig hefur Síminn yfirboðið Sýn sem bauð samkvæmt fréttum dagsins 1,1 milljarð fyrir að halda réttinum. Síminn bauð betur.

Stöð2 Sport hefur fjallað vel og ítarlega um ensku úrvalsdeildina. Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður á RÚV og áhugamaður um almennings samgöngur grætur þetta.

,,Ég segi það alveg eins og er að mér finnst leiðinlegt að enski boltinn sé á leiðinni frá Stöð2,“ skrifar Gísli á Twitter í dag.

Gísli segir að Síminn þurfi að gera ansi vel til að gæðin fyrir íslenka neytendur haldist eins.

,,Þau hafa gert þetta frábærlega og við aðdáendur PL höfum einfaldlega fengið frábæra þjónustu. Það ber að þakka fyrir það og Síminn má heita góður ef gæðin haldast þau sömu.“

Aðrar stærstu deildir heims verða áfram hjá Sýn en þar má nefna Meistaradeildina og spænsku deildina auk þess sem fyrirtækið er með íslenska fótboltann, körfuna og handboltann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu
433Sport
Í gær

Ekkert til í fréttum um leikmann United

Ekkert til í fréttum um leikmann United
433Sport
Í gær

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti