fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Jóhann Berg í vígahug: Við verðum að laga vandamálin sem fyrst

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið besti maður Burnley á þessu tímabili en liðið hefur hins vegar átt í vandræðum.

Jóhann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fjögur í ensku úrvalsdeildinni en Burnley er við fallsvæðið.

,,Tímabilið er nýlega farið af stað, það er svekkjandi að við séum ekki að spila betur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.

,,Við spilum vel á köflum en ekki í 90 mínútur þessa stundina. Við verðum að fara út á æfingasvæði, gera það sem við getum þar og reyna að fá þrjú stig gegn Leiceste rum helgina.

Vörnin sem verið hefur sterkasta vopn Burnley míglekur um þessar mundir. ,,Ég veit ekki hvað er að, við fáum of mikið af mörkum á okkur, miðað við síðustu leiktíð. Ég veit ekki hvert vandamálið er, við verðum að laga það sem fyrst.“

,,Þetta er áhyggjuefni, venjulega verjumst við vel og skorum líka. Ef þú skorar tvö og færð á þig fjögur. Þá er það ekki gott.“

Jóhann var á skotskónum gegn West Ham um liðna helgi í 4-2 tapi en markið var afar snyrtilegt. ,,Þetta var gott mark, frábær bolti frá Ashley Westwood og ég kláraði vel. Ég er ánægður að skora en það telur ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu
433Sport
Í gær

Ekkert til í fréttum um leikmann United

Ekkert til í fréttum um leikmann United
433Sport
Í gær

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti