Rúnar Alex Rúnarsson markvörður íslenska landsliðsins yfirgaf Nordjsælland í sumar og gekk í raðir Dijon í Frakklandi.
Stuðningsmenn Nordjsælland voru svekktir enda var Rúnar einn besti markvörður dönsku deildarinnar.
Olivia er ung stúlka í Danmörku sem heldur með Nordsjælland og hún elskar Rúnar út af lífinu.
Rúnar hafði einu sinni heimsótt hana í Danmörku en hún var dugleg að mæta á leiki og hvetja hann áfram. Þegar Rúnar var svo seldur í sumar átti Olivia mjög erfitt með sig, hún grét og grét við þessi tíðindi.
Það voru því gleðifundir á dögunum þegar Olivia var boðið til Frakklands á leik með Dijon. Þar fékk hún að hitta Rúnar eftir leik.
Rúnar gaf henn treyjuna sem hann notað en stúlkan unga var algjörlega í skýjunum.
Söguna má sjá hér að neðan.