fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Fullyrt að Sýn hafi boðið rúman milljarð í enska boltann – Dugði ekki til því Síminn bauð mun hærra

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilboð upp á rúman milljarð króna, 1.100 milljónir, dugði ekki til að Sýn myndi tryggja sér áframhaldandi sýningarrétt af enska boltanum. Tilboði Símans var tekið eins og kunnugt er en tilboð þeirra var minnst tíu prósentum hærra. Þetta er fullyrt í Markaðnum í dag og vísar blaðið í heimildir sínar.

Útboðið var fyrir árin 2019 til 2022 og var það staðfest í gær að Síminn hefði tryggt sér réttinn. Í Markaðnum í dag kemur fram að útboðið hafi verið með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan við tíu prósent færi útboðið í aðra umferð. Til þess kom ekki og virðist tilboð Símans því hafa verið minnst 110 milljónum króna hærra.

Sýn mat það svo að gert yrði hærra tilboð yrði tap á starfseminni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, sagði að áskrifendur enska boltans í gegnum Sýn væru á annan tug þúsunda. Ljóst sé að þeir sem gera tilboð líkt og Síminn gerði ætli sér að fá peningana til baka með einhverjum hætti. „Þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum.“

Markaðurinn hefur eftir Magnúsi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra afþreyingarmiðla og sölu Símans, að enski boltinn hafi verið dýr hér á landi því fólk hefði þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórt nafn sett á sölulista

Stórt nafn sett á sölulista
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert til í fréttum um leikmann United

Ekkert til í fréttum um leikmann United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti
433Sport
Í gær

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Í gær

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn