Ronaldinho, einn besti knattspyrnumaður allra tíma virðist vera auralaus og í talsverðu veseni.
Í heimalandi hans, Brasilíu eru nú fréttir um það að vegabréfið hafi verið tekið af honum.
Ronaldinho skuldar 1,75 milljón pund í sekt fyrir að byggja hús á ólöglegum stað.
Samkvæmt fréttunum á Ronaldinho hins vegar bara 5,24 pund í bankanum. Aðeins um 800 krónur, hann getur því ekki borgað sektina.
Vegna þess var Ronaldnho skipað að skila inn vegabréfinu sínu til að gera upp skuldir sínar.
Ronaldinho fær vegabréfið ekki aftur fyrr en málið leysist en Ronaldinho þénaði rosalega á ferli sínum.