Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton um helgina er liðið vann Brighton 3-1 í úrvalsdeildinni.
Gylfi lagði upp eitt af mörkum Everton fyrir Richarlison en sá síðarnefndi skoraði tvö mörk í sigrinum.
Stoðsending Gylfa var frábær en hann átti magnaðan sprett upp allan völlinn áður en hann gaf boltann á Brasilíumanninn sem skoraði.
Gylfi hefur verið einn allra besti leikmaður Everton á leiktíðinni og virðist vera í sínu besta standi.
Gylfi sýndi mikla yfirvegun, boltastjórn og hraða í fyrsta marki heimamanna sem kom eftir skyndisókn.
Frábæran sprett hans má sjá hér.
Favourite goal so far this season. #EFC pic.twitter.com/sbvVKpKPML
— The-Toffees.com (@thetoffees_com) 4 November 2018