Pep Guardiola stjóri Manchester City „varð sér til skammar“ að eigin sögn þegar hann mætti á Football Writers’ Association North West Managers’ verðlaunin í gær.
Blaðamenn í Englandi heiðruðu þá Guardiola fyrir að vinna ensku úrvalsdeildina en hann áttaði sig ekki á því að um væri að ræða alvöru hátíð.
Þarna voru allir klæddir í sitt fínasta nema Guardiola sem mætti í gallabuxum og pesyu. Hann baðst afsökunar.
,,Góða kvöldið, ég er mér til skammar. Ég er eina og fífl, ég átti ekki von á því þetta væri svona mikilvægt kvöld. Allir eru svo fínt klæddir, ég kem svona,“ sagði Guardiola.
,,Ég vissi það ekki að þetta væri svona kvöld, trúið mér. Næst þegar ég mæti, ef við vinnum þá gerist þetta ekki. Ég biðst afsökunar.“
Klæðnað Guardiola má sjá hér að neðan.