Andri Rúnar Bjarnason lék með liði Helsingborg í dag sem mætti Varnamo í sænsku B deildinni.
Andri hefur verið frábær fyrir Helsingborg á tímabilinu en liðið er á leið upp í efstu deild á ný.
Andri er markahæsti leikmaður B-deildarinnar með 14 mörk og hefur einnig lagt upp önnur sex.
Það er óhætt að segja að Helsingborg hafi ekki átt skilið að tapa með einu marki gegn einu í dag.
Heimamenn skoruðu eftir aukaspyrnu í blálokin sem var dæmd á Andra en dómurinn var kolrangur.
Leikmaður Varnamo blekkti dómarann all hressilega og var Andri að vonum undrandi á að aukaspyrna hafi verið dæmd.
Hér má sjá myndband af atvikinu.
Þeir skoruðu svo bara upp úr þessu! ? #Galið https://t.co/ZxcotuUFmw
— Óttar K. Bjarnason (@ottar09) 4 November 2018