Maurizio Sarri, stjóri Chelsea á Englandi, er hjátrúarfullur maður segir Jorginho, leikmaður liðsins en þeir tveir þekkjast vel.
Sarri hefur byrjað vel á Englandi með Chelsea og er liðið enn taplaust í deildinni eftir leik gegn Crystal Palace í dag. Chelsea hafði betur, 3-1.
Sarri neitar til að mynda að snerta boltann sem er notaður í leikjum en hann telur að það gæti haft hræðileg áhrif á sína menn.
,,Það er mjög auðvelt að skilja hann. Hann á engin leyndarmál og er mjög einfaldur maður. Hann er hjátrúarfullur og trúir á ýmislegt,“ sagði Jorginho.
,,Til dæmis þá mun hann aldrei snerta leikboltann. Ef við erum að tapa og þurfum að koma boltanum strax í leik þá kemur hann ekki nálægt honum – hann snertir hann aldrei.“
,,Það eru fleiri hlutir sem hann býður upp á líka en það er eðlilegt, ekki satt?“