Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er vinsælasti leikmaður Egyptalands og hefur verið það í þónokkur ár.
Salah er gríðarlega vinsæll í heimalandinu og spilaði stórt hlutverk í að koma Egyptum á HM í Rússlandi í sumar.
Salah er ekki bara vinsæll hjá löndum sínum en hann er elskaður á Anfield eftir stórkostlegt tímabil í fyrra.
Nú er ný stytta af Salah að vekja athygli á netinu en hún er eftir listamanninn Mai Abdel Allah og er til sýningar í Egyptalandi.
Styttan þykir ekki líkjast Salah mikið og þá er sérstaklega talað um hár hans sem minnir á hár Marouane Fellaini.
Sjón er sögu ríkari en styttuna má sjá hér fyrir neðan.