Það er óhætt að segja það að enginn íslenskur leikmaður sé betri í að klára færi en Alfreð Finnbogason.
Alfreð hefur skorað sex mörk fyrir lið Augsburg í Þýskalandi á tímabilinu þrátt fyrir að hafa verið meiddur til að byrja með.
Landsliðsmaðurinn hefur komið mjög sterkur inn og skoraði í 2-2 jafntefli gegn Nurnberg um helgina.
Alfreð hefur samtals átt sex skot á markið á tímabilinu og þau hafa öll farið í netið sem er magnaður árangur.
Alfreð kemur því boltanum alltaf í netið er hann hittir rammann sem er ansi sérstök tölfræði!
6 – All of @A_Finnbogason‘s 6 shots on target this #Bundesliga season were goals. Huh. @FCAugsburgEN #FCAFCN pic.twitter.com/Ym4uUXPsxD
— OptaFranz (@OptaFranz) November 3, 2018