fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Eiginkona Muller lætur stjórann heyra það – ,,Hún elskar mig bara, hvað á ég að gera?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Thomas Muller, Lisa, var mjög ósátt í gær eftir leik Bayern við Freiburg í þýsku Bundesligunni.

Niko Kovac, stjóri Bayern, ákvað að bekkja Muller í leiknum en hann kom við sögu er 20 mínútur voru eftir.

Bayern komst yfir með marki frá Serge Gnabry á 82. mínútu leiksins en Freiburg jafnaði metin svo á lokamínútunni.

Kovac er undir mikilli pressu í Munich þessa dagana og var Lisa ekki ánægð með þessa ákvörðun hans í gær.

,,Hann beið í 70 mínútur þar til það kviknaði loksins á ljósaperunni,“ sagði Lisa.

Muller tjáði sig svo sjálfur um ummæli konunnar en hann skilur af hverju hún var í uppnámi yfir þessari ákvörðun.

,,Þetta voru bara tilfinningar en ef ég hugsa til baka var þetta ekki frábært. En hún elskar mig bara, hvað á ég að gera?“ sagði Muller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal