Leicester City vann sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið heimsótti Cardiff í 11. umferð vetrarins.
Aðeins eitt mark var skorað í Wales í dag en það gerði Demarai Gray fyrir gestina í síðari hálfleik.
Mikil sorg ríkir hjá Leicester þessa dagana en eigandi liðsins, Vichai Srivaddhanaprabha, féll frá um síðustu helgi.
Srivaddhanaprabha var gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum og leikmönnum og þykir hafa verið mjög góður maður.
Srivaddhanaprabha eignaðist meiri hlut í Leicester fyrir átta árum og sá sína menn vinna úrvalsdeildina óvænt árið 2016.
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, ræddi eigandann eftir sigurinn í dag og hafði mjög fallega hluti að segja.
,,Það er ekki hægt að biðja um betri stjórnarformann. Hann hafði stór áhrif á mig en ekki bara mig,“ sagði Schmeichel.
,,Hann hafði áhrif á svo mikið af fólki. Það er hægt að sjá sorgina sem ríkir í knattspyrniheiminum.“
,,Það var ekkert sem hann hefði ekki gert fyrir þig. Hann hefði hjálpað þér með hvað sem er og var alltaf til staðar fyrir alla.“
Viðtalið í heild sinni má heyra hér fyrir neðan.
You can see how much today’s win meant for Kasper Schmeichel ?#LCFC pic.twitter.com/655wAiBCbx
— Match of the Day (@BBCMOTD) 3 November 2018