Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefði skorað þrennu ef hann hefði verið á vellinum gegn Arsenal í 1-1 jafntefli í kvöld.
Þetta sagði Klopp eftir leikinn en hann ræddi þá við varnarmanninn Virgil van Dijk sem fékk ófá góð tækifæri til að skora.
,,Að fá stig eru góð úrslit fyrir okkur og Unai Emery getur sagt það sama en við fengum opin færi,“ sagði Klopp.
,,Þegar Arsenal er að elta leikinn þá henda þeir öllum fram sem er svalt en við vorum ekki eins þéttir og ég vildi.“
,,Vinnuhestarnir á miðjunni, við gáfum þeim of mikið af verkefnum. Við lokuðum ekki á Alex Iwobi í eitt skipti og hann leggur upp mark.“
,,Þeir fengu nokkur góð færi, klárlega, þetta var heimaleikur fyrir þá. Þeir eru að spila vel og við fengum stig.“
,,Við áttum skilið stig og hefðum getað fengið meira en mér líður ekki eins og við höfum tapað tveimur stigum.“
,,Ég hitti Virgil van Dijk stuttu eftir leikinn og sagði við hann að ég hefði getað skorað þrennu! Ég var ekki góður í fótbolta en ég gat skallað boltann og hefði getað skorað þrjú í dag.“