Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, er nýr þjálfari NSÍ Runavík í Færeyjum.
Þetta staðfesti félagið í dag en Guðjón hefur verið orðaður við starfið undanfarnar vikur.
Guðjón var síðasta þjálfari Grindavíkur hér heima en hefur verið í fríi frá boltanum síðustu ár.
Guðjón er 63 ára gamall í dag og er annar Íslendingurinn í Færeyjum en Heimir Guðjónsson er þjálfari HB.
Guðjón gerir tveggja ára samning við NSÍ en félagið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á tímabilinu í sumar.
Guðjón býr yfir gríðarlegri reynslu og hefur þjálfað lið eins og Stoke og Barnsley á ferlinum.