fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Planið var aldrei að reka Ólaf úr starfi – ,,Okkur gekk betur en taflan segir til um“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins í dag var Jón Rúnar Halldórsson sem er formaður knattspyrnudeildar FH í Pepsi-deildinni.

Jón fór yfir stöðu Ólafs Kristjánssonar hjá FH en hann tók við liðinu af Heimi Guðjónssyni fyrir tímabilið.

FH gekk ekki vel undir stjórn Ólafs í Pepsi-deildinni og mistókst að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn í mörg ár.

Jón segist þó vera ánægður með samstarfið hingað til og segir að verkefnið muni taka tíma.

,,Það er vissulega með það eins og annað, þó svo hann sé FH-ingur og það allt saman, hann hefur verið lengi að heiman,“ sagði Jón Rúnar.

,,Ég las um hann mest en auðvitað vissum við hvern mann hann hefur að geyma og hvað hann kann og mest af því sem ég hef upplifað er ég ánægður með.“

,,Hann að sjálfsögðu líka hefur þurft að læra á okkur þó við séum auðveldustu menn í umgengni í heimi þá er það samt eitthvað! Þetta er allt að smella saman.“

,,Ég held að menn hafi séð það seinni partinn af sumrinu, ég held að við höfum verið eina liðið sem var tilbúið að bæta við umferð.“

Jón var svo spurður að því hvort það hafi komið til greina að reka Ólaf en hann neitar fyrir það.

,,Nei. Það má sjá það á okkar sögu að við höfum ekki trú á því að rjúka til og skipta ef eitthvað gengur ekki.“

,,Ég held að það hljóti allir að sjá að í svona starfi þurfa allir tíma. Okkur gekk betur en taflan segir til um, ég held því fram.“

,,Allir þeir sem hafa skoðað þetta eru sammála mér í því. Það þarf að gefa svona hlutum tíma, það þýðir ekki að byrja aftur og aftur og aftur á því sama.“

,,Við höfðum trú á því að lengri tíma samstarf sé farsælt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal