fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Hvernig fór FH að þessu? – ,,Þetta heitir bara vinna, vinna og aftur vinna“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins í dag var Jón Rúnar Halldórsson sem er formaður knattspyrnudeildar FH í Pepsi-deildinni.

Jón Rúnar hefur lengi verið einn af aðalmönnunum hjá FH en liðið hefur verið mjög sigursælt síðustu ár.

Jón segir að hann hafi enn mikinn áhuga á verkefninu og mun stíga til hliðar ef það breytist á næstu árum.

Hvernig hefur FH verið eitt allra besta lið landsins í mörg ár? Jón fer yfir hlutina í þættinum.

,,Ég hef verið formaður frá 2005. Ef eldurinn brennur ekki á fullu þá hætti ég bara. Ég nenni ekki að vinna með annarri,“ sagði Jón Rúnar.

,,Þetta eru tíu titlar á 15 árum. Það er enginn skýring. Ef hún væri til þá væri hægt að draga það upp úr skúffu og þá væru fleiri að gera það en við.“

,,Þetta heitir bara vinna, vinna og aftur vinna og að hafa óendanlega gaman að því sem þú ert að gera og vilja til þess að skoða og sjá hvað aðrir eru að gera, til dæmis í nágrannalöndunum.“

,,Ég held að þeir sem eru á tánum þeim farnast yfirleitt vel. Það sem heldur mér áfram er metnaður, þetta er ekki stór klúbbur, FH, þó hann sé margmennur.“

,,Við höfum verið heppin með það að fólk hefur unnið þarna lengi og við teljum okkur vera fjölskylduklúbb. Það er gott að vera í FH fjölskyldunni, það er gott að umgangast þetta fólk.“

,,Ég held að á meðan að öllum líður vel, það skemmir ekki að ganga vel þá er þetta skemmtilegt. Þegar þetta er skemmtilegt þá vinnst þetta betur og allt er auðveldara.“

,,Auðvitað hafa komið stórir skaflar sem þarf að moka sig í gegnum en þeir gleymast þegar þú ert kominn í gegn og sólin skín hinum megin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal