Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton í dag sem vann 3-1 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Everton var mun sterkari aðilinn á Goodison Park í sigrinum en Gylfi lék allan leikinn og lagði upp fyrsta mark liðsins. Brassinn Richarlison komst tvisvar á blað fyrir heimamenn.
Jóhann Berg Guðmundsson komst á blað fyrir Burnley sem tapaði 3-2 á útivelli gegn West Ham.
Felipe Anderson var frábær fyrir West Ham og gerði tvö mörk fyrir liðið í síðari hálfleik áður en Javier Hernandez gerði út um leikinn.
Newcastle vann þá loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Watford þar sem Ayoze Perez reyndist hetjan.
Leicester City fagnaði svo að lokum sigri gegn Cardiff þar sem Demarai Gray gerði eina mark leiksins.
Everton 3-1 Brighton
1-0 Richarlison(26′)
1-1 Lewis Dunk(33′)
2-1 Seamus Coleman(50′)
3-1 Richarlison(77′)
West Ham 4-2 Burnley
1-0 Marko Arnautovic(10′)
1-1 Jóhann Berg Guðmundsson(45′)
2-1 Felipe Anderson(68′)
2-2 Chris Wood(77′)
3-2 Felipe Anderson(84′)
4-2 Javier Hernandez(92′)
Newcastle 1-0 Watford
1-0 Ayoze Perez(65′)
Cardiff 0-1 Leicester City
0-1 Demarai Gray(55′)