Það braust út ótrúleg gleði í Cardiff í dag er lið Leicester City komst yfir gegn heimamönnum í ensku úrvalsdeildinni.
Demarai Gray kom Leicester yfir á 55. mínútu leiksins og fögnuðu allir stuðningsmenn og leikmenn saman.
Eins og flestir vita varð Leicester fyrir áfalli á dögunum er eigandi liðsins Vichai Srivaddhanaprabha, lést í þyrluslysi.
Aðeins vika er síðan eigandinn og fjórir aðrir létu lífið í slysinu er þyrlan hrapaði fyrir utan leikvang Leicester.
Það varð allt vitlaust eftir mark Gray og var því fagnað innilega. Gray reif sig úr treyjunni og heiðraði minningu Srivaddhanaprabha.
Það sem vekur mesta athygli er að Gray fékk spjald fyrir að rífa sig úr treyjunni og fékk enga sér meðferð frá dómaratríóinu þrátt fyrir mikla sorg.
Mikil reiði er á samskiptamiðlum eftir spjald Gray en flestir telja að það sé út í hött að spjalda leikmanninn fyrir að missa sig aðeins eftir erfiða viku.
Fagn leikmanna og stuðningsmanna sjá hér.
That was for the boss. pic.twitter.com/JHY9SmLp8q
— ESPN FC (@ESPNFC) 3 November 2018