Það styttist í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lið Arsenal fær Liverpool í heimsókn á Emirates.
Byrjunarliðin voru að detta í hús og hjá Liverpool byrjar miðjumaðurinn Fabinho nokkuð óvænt á miðjunni.
Hjá Arsenal eru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette saman í fremstu víglínu og Bernd Leno er á milli stanganna. Hector Bellerin er þá heill heilsu og er óvænt með.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Arsenal: Leno, Bellerin, Holding, Mustafi, Kolasinac, Torreira Xhaka, Mkhitaryan, Ozil, Aubameyang, Lacazette
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Milner, Fabinho, Salah, Firmino, Sadio Mane