fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Krakkarnir fengu heimsókn frá Jóa Berg – Tapaði í FIFA

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, heimsótti skólann Blessed Trinity á dögunum.

Jóhann er í miklum metum í Burnley en hann er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.

Jóhann var gestur á knattspyrnuleik skólanns sem mætti liði St. Bede’s frá Blackburn en sá leikur tapaðist 3-1 í bikarkeppni.

Krakkarnir í skólanum fengu svo að spyrja Jóhann ýmsa spurninga og fékk einn heppinn að taka leik við íslenska landsliðsmanninn í tölvuleiknum FIFA.

,,Við erum hæstánægð með að Jóhann hafi stoppað við. Nemendurnir voru svo spenntir og margir fengu eiginhandaarátinar og myndir,“ sagði skólastjórinn Neil Stubbs.

,,Þetta var frábært tækifæri fyrir þau – Við erum bara vonsvikin með að hafa ekki komist áfram í keppninni sem við unnum árið 2013.“

Vængmaðurinn talaði svo um sitt besta mark í treyju Burnley og gaf krökkunum góð ráð fyrir framtíðina.

,,Það mark sem ég mun seint gleyma var markið gegn Manchester City á síðustu leiktíð. Þeir voru besta lið deildarinnar og voru yfir 1-0.“

,,Ég náði svo að jafna metin á Turf Moor og við gerðum jafntefli sem voru frábær úrslit fyrir okkur.“

,,Það ráð sem ég myndi gefa er að æfa aukalega, að æfa meira en allir aðrir og spila mikið af fótbolta eða hvaða íþrótt sem er.“

Jóhann hefur spilað gegn ófáum góðum leikmönnum á ferlinum og svaraði að lokum hver væri hans erfiðasti andstæðingur hingað til.

,,Lionel Messi er ansi góður og Cristiano Ronaldo er líka allt í lagi!“ svaraði okkar maður með bros á vör.

Jóhann spilaði svo eins og áður sagði FIFA við einn heppinn nemanda en tapaði þeim leik 3-0!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal