Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, lét lífið um síðustu helgi eftir hræðilegt þyrluslys fyrir utan leikvang liðsins.
Srivaddhanaprabha sá sína menn í Leicester gera jafntefli við West Ham en hann var mættur í sitt sæti á vellinum að venju.
Eftir leikinn steig Srivaddhanaprabha upp í þyrlu sína sem hrapaði fyrir utan leikvanginn stuttu eftir flugtak.
Það ríkir mikil sorg í Leicester og í knattspyrnuheiminum eftir andlát Srivaddhanaprabha sem var mjög vinsæll og góður maður.
Leicester spilar við Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00 og heiðruðu leikmenn Leicester fyrrum eiganda sinn fyrir leik.
‘The Boss’ stendur framan á bolum leikmanna Leicester í Wales og mynd fylgir af eigandanum.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.