Bournemouth 1-2 Manchester United
1-0 Callum Wilson(11′)
1-1 Anthony Martial(35′)
1-2 Marcus Rashford(92′)
Manchester United lyfti sér upp í sjöunda sæti ensku deildarinnar í dag er liðið heimsótti Bournemouth í 11. umferð.
Bournemouth var fyrir ofan United fyrir leikinn í dag og er það enn þrátt fyrir tapið en aðeins markatala skilur liðin að.
Callum Wilson kom Bournemouth yfir snemma leiks í dag en hann skoraði eftir aðeins 11 mínútur fyrir heimamenn.
Anthony Martial hefur verið heitur fyrir United undanfarið og jafnaði hann svo metin fyrir gestina fyrir lok fyrri hálfleiks.
Staðan var 1-1 þar til á 92. mínútu leiksins er Marcus Rashford tryggði United sigur eftir flottan undirbúning Paul Pogba og lokastaðan, 2-1.