Mason Mount, leikmaður Derby, átti flottan leik í vikunni er liðið rétt tapaði 3-2 gegn Chelsea í enska deildarbikarnum.
Mount er einmitt samningsbundinn Chelsea en fékk grænt ljós á að taka þátt í leiknum gegn sínu eigin félagi.
Mount er uppalinn hjá Chelsea og hefur lengi verið partur af félaginu. Hann vill spila fyrir aðalliðið einn daginn.
Miðjumaðurinn mætti hetjunni sinni í leiknum á miðvikudag en David Luiz kom inná sem varamaður í sigri Chelsea.
Mount er mikill aðdáandi Luiz og fékk mynd af sér með varnarmanninum fyrir um fimm árum síðan er hann var 14 ára gamall.
Hann fékk svo aftur mynd af sér með Luiz fyrir leik vikunnar og talaði vel um Brasilíumanninn í færslu á Instagram sem Luiz sjálfur birti svo.
Gaman að þessu en færsluna má sjá hér fyrir neðan.