Leikmenn Bournemouth eru alls ekki hræddir fyrir leik gegn Manchester United í úrvalsdeildinni í dag.
Bournemouth er fyrir leikinn þremur stigum fyrir ofan United en það síðarnefnda er mun stærra lið á blaði.
Simon Francis, fyrirliði Bournemouth, hefur fulla trú á sínu liði og telur að einhverjir gætu horft á þá sem sigurstranglegra liðið.
,,Hræðsla spilar svo sannarlega ekki inn í. Miðað við leikform þá væri hægt að segja að við værum sigurstranglegri,“ sagði Francis.
,,Við horfum ekki á þessa leiki eins og við gerðum. Við höfum trú á því að við getum unnið þá.“
,,Miðað við stigin sem við höfum safnað, jafnvel þó við töpum fyrir United þá mun fólk hugsa ‘Þetta er í lagi, þeir hafa byrjað vel’ en við sjáum það ekki þannig.“