fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Pólitíkin farin að ráða ferðinni hjá knattspyrnufélögum – ,,Erum með bundið fyrir augun að hoppa út í þetta ylvolga, skítuga baðvatn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 09:00

Jón Rúnar gæti reynt að komast í stólinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson.

Fleiri félög á Íslandi eru nú að taka upp gervigras þar sem það getur verið erfitt að viðhalda grasvöllum allan ársins hring hér heima.

Jón hefur sterkar skoðanir á þessu málefni en hann er ekki hrifinn af þeirri pólitík sem fylgir þessari ‘ákvörðun’.

,,Nú fæ ég mér vatnsopa! Í fyrsta lagi held ég að það sé rangt að segja ‘gervigras umræða’ sagði Jón Rúnar.

,,Mér finnst þetta ekki vera nein umræða. Þetta er eiginlega komið í það að pólítísk-kjörnir fulltrúar eru farnir að ráða þessu.“

,,Eitt er víst að þessi sveitafélög ágætu og af hverju þeir taka þessa ákvörðun hef ég ekki hugmynd um en þeir hafa ekki verið jafn duglegir að veita fé í það að halda og gera vel við þessa velli.“

,,Lengi vel sögðu menn ‘Hvað, meiri hluti efstu deildar félaga í Noregi sem spila á gervigrasi og það er bara æðislegt!’ Menn fóru ekki að kíkja á bakvið tjöldin, það er sama pólitíkin.“

,,Kommúnurnar þar sögðu að það væri ódýrara að vera með þetta og við skulum hafa þetta. Núna er það, árum seinna sem bæði Norðmenn og Svíar spyrja sig ‘Af hverju eru Danirnir að gera betur en við?’

,,Þeir eru núna í sinni naflaskoðun og þá er eitt af því að það er þessi gervigrasvæðing. Þeir eru búnir að átta sig á því að leikmennirnir sem alast upp á þessu spila öðruvísi fótbolta.“

,,Þeir kvarta yfir því, þeir selja ekki eins marga leikmenn í þessar deildir sem þeir hafa áður selt og seldu mikið af. Til dæmis Malmö fór fram á það við sænska sambandið að það yrði bannað.“

,,Núna var það að gerast í Hollandi. Stóru klúbbarnir ætla að borga minni liðunum ‘compensation’ eða bætur. Þetta er umræðan. Það eru 15 prósent færri návígi, þeir eru seinni á fótunum og það er eitt og annað sem þeir sjá.“

,,Nú vil ég meina að við séum með bundið fyrir augun að hoppa út í þetta ylvolga skítuga notaða baðvatn.“

Umræðuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan með því að stilla á mínútu 39.

Meira:
90 mínútur með Jóni Rúnari Halldórssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – FH, persónuníð, KSÍ og gervigras
Ætlar aldrei að gefast upp í baráttu sinni við KSÍ – ,,Eins og ársþing sambandsins sé fyrir heyrnalausa og blinda“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal