Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun er Arsenal fær lið Liverpool í heimsókn á Emirates.
Samkvæmt enskum miðlum er líklegt að Fabinho byrji hjá Liverpool á morgun sem kemur á óvart.
Liverpool er taplaust í deildinni fyrir leik morgundagsins og er á toppnum ásamt Manchester City með 26 stig.
Arsenal byrjaði ansi erfiðlega undir stjórn Unai Emery en er taplaust í 12 leikjum í röð þessa stundina.
Upplýsingar um leikinn:
Laugardagur – 17:30
Leikstaður – Emirates Stadium
Á síðustu leiktíð – Arsenal 3-3 Liverpool
Dómari – Andre Marriner
Stuðlar á Lengjunni:
Arsenal – 3,1
Jafntefli – 3,62
Liverpool – 2,05
Meiðsli:
Arsenal – Kolasinac (tæpur), Sokratis (tæpur), Elneny, Mavrapanos, Koscielny, Bellerin
Liverpool – Keita, Henderson, Oxlade-Chamberlain
Líkleg byrjunarlið: