fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Reynir Geir að “brjótast” aftur inn í KSÍ? – ,,Ekki nema að einhver illkvittinn fréttamaður hafi verið að búa þetta til“

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins í dag var Jón Rúnar Halldórsson sem er formaður knattspyrnudeildar FH í Pepsi-deildinni.

Rætt var við Jón um hin ýmis mál og meðal annars stjórnarkosningar KSÍ sem fara fram á næsta ári.

Jón var spurður út í mögulega endurkomu Geirs Þorsteinssonar en hann var lengi formaður KSÍ áður en Guðni Bergsson tók við keflinu.

Geir ákvað að hætta við framboð sitt á sínum tíma eftir að Guðni bauð sig fram en Guðni fagnaði sigri í kosningum á síðasta ári.

Jón viðurkennir að hafa heyrt af mögulegri endurkomu Geirs og hafði sitt að segja um málið.

,,Ég borgaði þennan 16 þúsund kall til að hafa útvarp! Ég hef séð þetta og þar sem er reykur, þar er eitthvað,“ sagði Jón Rúnar.

,,Ekki nema að einhver illkvittinn fréttamaður hafi verið að búa þetta til en þessu hefur ekki verið neitað að ég held.“

,,Það getur vel verið að þegar menn hafa verið eins lengi og Geir var og talandi um það sem við töluðum áðan, ákveðinn tímabil og svo ferðu frá og horfir utan frá inn og sérð eitthvað.“

,,Það getur vel verið að menn telji sig sjá hvar þeir hefðu mátt gera betur og geta komið með nýjar víddir inn í þetta.“

,,Þingið er í febrúar svo menn mega ekki hlaupa af stað strax. Það er ekki aðalatriðið að skipta um hesta, það má oft söðla betur það sem fyrir er.“

Meira:
90 mínútur með Jóni Rúnari Halldórssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – FH, persónuníð, KSÍ og gervigras
Ætlar aldrei að gefast upp í baráttu sinni við KSÍ – ,,Eins og ársþing sambandsins sé fyrir heyrnalausa og blinda“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frá Birmingham til Rómar

Frá Birmingham til Rómar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum