Síminn hefur unnið útboð um sýningarrétt á enska boltanum. Þetta herma öruggar heimildir.
Fréttir um þetta fóru að heyrast um hádegi og nú hefur þetta fengið staðfest.
Enski boltinn hefur átt heimili á Stöð2 Sport síðustu ár en talsvert er síðan að Skjár Einn sem síðan varð að Sjónvarpi Símanns var með þetta vinsæla efni.
Stöð2 Sport reyndi einnig að kaupa réttinn en Síminn bauð hærra verð og hreppti því hnossið. Stöð2 Sport er nú í eigu Vodafone sem gæti hafa orðið til þess að Síminn bauð hærra verð en áður enda um að ræða samkeppnisaðila.
Enska úrvalsdeildin er vinsælasta íþróttaefni á Íslandi og í herbúðum Símanns hefur verið fagnað vel í dag.
Samningurinn er til nokkura ára og ljóst er að Síminn mun þurfa að bæta við sig starfsfólki til að sinna þessu vinsæla efni.
Enska úrvalsdeildin er vinsælasta íþróttaefni í heimi og kostar svona samningur háa fjárhæð.