fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Jóni Rúnari finnst kjaftasögurnar vondar: „Er maður bara hálfviti?“ – Milljónirnar fóru ekki í laun eða brúðkaup Friðriks Dórs

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. nóvember 2018 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH hefur á síðustu mánuðum mátt þola það að liggja undir þungum ásökunum vegna samnings við Hafnarfjarðabæ um byggingu á knatthúsi í Kaplakrika.

FH hefur hafið byggingu á knatthúsi í fullri stærð sem mun bera nafnið Skessan. Hafnarfjarðarbær keypti íþróttahúsið og knatthúsin Risann og Dverginn af FH fyrir 790 milljónir króna. Þetta var gert vegna þess að bærinn taldi tilboðin í byggingu á knatthúsinu of há og þessi leið var valinn. Fljótlega barst FH 100 milljóna króna greiðsla frá bænum til að ýta verkinu af stað.

Þá máttu heyrast sögur um að þessar milljónir hefðu verið notaðar í að gera upp skuldir við leikmenn og fleira slíkt. Jón Rúnar sem er formaður knattspyrnudeildar hefur mátt sitja undir þessum sögum sem hann segir langt frá raunveruleikanum.

,,Það er alveg sama hversu harður þú ert, þetta er alltaf vont. Þó að þú sért búinn að velkjast í þessum sjó lengi. Þetta verður aldrei það sem þú sækir í,“ segir Jón Rúnar í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti 433.is.

Hann segir verst fyrir fjölskyldu sína að hlusta á sögur um að hann sé að gera eitthvað misjafnt við opinbert fé.

,,Verst er þetta fyrir þá sem eru í kringum þig heima. Sem skilja alls ekki af hverju maður heldur áfram, í þessu. Í sjálfboðavinnu, maður ræður því sjálfur hvort maður sé í henni. Ef þetta er ofan í kaupið líka, þá er eðlilegt að maður spyrji sig hvort maður sé í bara hálfviti, er maður bara hálfviti? Vantar í mann eitthvað vit, til þess að sjá það er ekkert vit í því að standa í þessu. Maður er þakklátur fyrir það að hafa ekki meira langtíma minni en þetta, maður vaknar morguninn eftir og það er byrjað að byggja, allt er gleymt. Menn halda áfram með bros á vör.“

En hvað segir Jón Rúnar við þeim sögum sem heyrast hvað mest í kringum Ásvallalaug og þeim megin í bænum?

,,Hluti af þessu fór í það þegar Friðrik (Friðrik Dór, sonur Jóns Rúnars) gifti sig,“ sagði Jón og gefur lítið fyrir umræðuna sem honum finnst á lágu plani.  ,,Það er ekki hægt að koma í veg fyrir þessa umræðu. Á endanum, er það nú þannig að þeir hafa hæst sem minnst vita. Og þeir hafa nú enn hærra sem hefðu gjarnan viljað vera annars staðar en þarna megin í bænum.“

Viðtalið við Jón má heyra í öllum helstu hlaðvarpsveitum og hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frá Birmingham til Rómar

Frá Birmingham til Rómar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum