Það var búist við miklu af miðjumanninum Ravel Morrison sem var á sínum tíma á mála hjá Manchester United.
Morrison var talinn einn allra efnilegasti leikmaður United en hann var partur af aðalliði félagsins frá 2010 til 2012.
Morrison spilaði þó aðeins þrjá aðalliðsleiki en hegðun hans utan vallar kom honum oft í vandræði.
Morrison samdi við West Ham árið 2012 og var lánaður þrisvar þaðan áður en Lazio á Ítalíu tók sénsinn og fékk leikmanninn í sínar raðir.
Englendingurinn hefur verið hjá Lazio síðustu þrjú árin en hefur aðeins spilað fjóra deildarleiki og var nýlega á láni hjá liði Atlas í mexíkósku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt Sky Sports er Lazio nú að losa sig við Morrison endanlega og er hann talinn vera að semja við Ostersunds.
Ostersunds er í sænsku úrvalsdeildinni og stóð sig með prýði í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.