Vincenzo Iaquinta fyrrum framherji Juventus og ítalska landsliðsins hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi.
Iaquinta er 38 ára gamall en dómstólar úrskurðu um þetta í gær.
Iaquinta var dæmdur fyrir að bera vopn og tengsl sín við Calabrian mafíuna. Hann var handtekinn með byssu á sér.
,,Þetta er til skammar,“ gargaði faðir Iaquinta þegar dómur var kveðinn upp, þrír dómarar höfðu tekð sér tvær vikur í að kveða upp dóm.
Iaquinta lék 40 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim sex mörk en hann lék lengst með Udinese en gekk í raðir Juventus árið 2007.