Það var ekki boðið upp á mikið óvænt í þremur leikjum sem var að ljúka í enska deildarbikarnum.
Það var fjör á Stamford Bridge þar sem Chelsea fékk Frank Lampard og hans menn í Derby í heimsókn.
Fimm mörk voru skoruð á brúnni en þau komu öll í fyrri hálfleik og hafði Chelsea að lokum betur 3-2.
Cesc Fabregas var eini leikmaður Chelsea sem skoraði mark en hin tvö mörk liðsins voru sjálfsmörk Derby.
Arsenal vann sinn leik gegn Blackpool 2-1 en liðið spilaði lengi með tíu menn á vellinum eftir brottrekstur Matteo Guendouzi.
Þeir Stephan Lichtsteiner og Emile Smith-Rowe sáu um að skora mörk Arsenal sem kemst í næstu umferð.
Tottenham og West Ham áttust þá við á London Stadium og þar höfðu gestirnir í Tottenham betur 3-1.
Son Heung-Min kom Tottenham í 2-0 með tveimur mörkum áður en Lucas Perez minnkaði muninn fyrir West Ham. Fernandlo Llorente sá svo um að gulltryggja Tottenham sigur.
Leikur Middlesbrough og Crystal Palace er þá enn í gangi en þar er staðan 1-0 fyrir Boro er um 10 mínútur eru eftir.
Chelsea 3-2 Derby
1-0 Fikayo Tomori(sjálfsmark, 5′)
1-1 Jack Marriott(9′)
2-1 Richard Keogh(21′)
2-2 Martyn Waghorn(27′)
3-2 Cesc Fabregas(41′)
Arsenal 2-1 Blackpool
1-0 Stephan Lichtsteiner(33′)
2-0 Emile Smith-Rowe(50′)
2-1 Paudie O’Connor(66′)
West Ham 1-3 Tottenham
0-1 Son Heung-Min(17′)
0-2 Son Heung-Min(54′)
1-2 Lucas Perez(71′)
1-3 Fernando Llorente(75′)