fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum framherji Everton reiður út í liðsfélaga Kára – Skuldar honum pening en neitar að svara símanum

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 31. október 2018 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Anichebe, fyrrum leikmaður Everton og West Brom, reynir nú að ná í fyrrum liðsfélaga sinn.

Anichebe er þrítugur framherji en hann leikur í dag með liði Beijing Enterprises í Kína.

Hann spilaði lengst með Everton á ferlinum en hann er uppalinn hjá félaginu. Síðar samdi hann við West Brom og svo Sunderland.

Anichebe er þessa dagana að reyna að ná í Stephane Sessegnon sem var liðsfélagi hans hjá West Brom.

Sessegnon er 34 ára gamall vængmaður en hann er liðsfélagi Kára Árnasonar hjá Genclerbirligi í Tyrklandi.

Anichebe segir að Sessegnon skuldi sér 10 þúsund pund sem hann fékk lánuð á sínum tíma.

,,Þessi gaur, Stephane Sessegnon bað mig um að lána sér 10 þúsund pund. Ég hef reynt að fá þetta til baka lengi,“ sagði Anichebe.

,,Hann hunsar símtölin mín, skilaboð og hvernig sem ég reyni að ná í hann. Hann fékk meira að segja 10 þúsund í láni hjá Youssuf Mulumbu en borgaði ekki til baka.“

,,Þetta er vandamálið með okkar afrísku bræður. Þeir þykjast lifa frábærum lífsstíl en fá svo lánað hjá öðrum en borga ekki til baka.“

,,Ef einhver sér hann eða getur haft samband við hann, segið honum að hafa samband við mig eða senda mér helvítis peninginn. Níski andskoti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum