Knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims en hún er stunduð um allan heim hvort um atvinnumennsku sé að ræða eða ekki.
Við rákumst á virkilega athyglisvert myndband í kvöld þar sem krakkar í Indónesíu leika sér með ‘bolta’.
Þessi tiltekna útgáfa af knattspyrnu er alls ekki fyrir alla en það sem gert áður en flautað er til leiks er í raun ótrúlegt.
Kveikt er í leikboltanum sem spilað er með og það sem verra er þá eru spilarar á tánum!
Þetta lítur út fyrir að vera virkilega sársaukafullt en þrátt fyrir það er útlit fyrir að krökkunum sé mjög skemmt.
Sjón er sögu ríkari!