Skelfilegt atvik átti sér stað um helgina fyrir utan heimavöll Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.
Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester og fimm aðrir létust þá í þyrluslysi rétt fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium.
Slysið átti sér stað eftir 1-1 jafntefli Leicester við West Ham en eigandinn var vanur að yfirgefa svæðið á þyrlu.
Fyrr í dag var birt myndband af því er þyrlan hrapaði en öryggismyndavél náði því á upptöku.
Nú í kvöld var annað myndband birt af slysinu en þar má sjá þyrluna hringsnúast áður en hún fellur til jarðar.
Þetta nýja sjónarhorn er ansi ógnvekjandi en öryggisverðir vallarins urðu vitni af því þegar flugmaður hennar missti alla stjórn.
Við vörum við myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.