Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool, reynir nú fyrir sér í þjálfun en hann var áður frábær á velli.
Gerrard ákvað að taka skrefið til Skotlands fyrir nokkrum mánuðum og var ráðinn þjálfari Rangers í Skotlandi.
Það er fyrsta þjálfarastarf Gerrard en Rangers hefur gengið vel undir hans stjórn í Evrópukeppni þó gengið í deildinni sé ekki eins gott.
Blaðamenn ræddu við Gerrard og Jordan Rossiter í dag en Rossiter er sjálfur fyrrum leikmaður Liverpool.
Blaðamaður ákvað þá að spyrja Rossiter út í ummæli Gerrard þar sem hann hótaði því að finna nýja leikmenn ef ákveðnir spilarar væru ekki að standa sig.
Rossiter var við það að svara spurningunni er Gerrard steig inn í og ákvað sjálfur að svara. Hann kom Rossiter til varnar og sagði að hann hafi verið meiddur undanfarin tvö ár.
Þrumuræða hjá Gerrard sem tók ábyrgðina á sig eins og má sjá hér fyrir neðan.
No messing from Gerrard here! pic.twitter.com/opKQx4F6Fh
— The Redmen TV (@TheRedmenTV) 30 October 2018